Býflugnavax á húð barns
15. maí 2024
Góðan daginn, nú veit ég að börn yngri en 1 árs mega ekki fá hunang, en hvernig er með býflugnavax (beeswax) er það í lagi? Sé að það er stundum notað í kremum sérstaklega ætluð börnum t.d Weleda baby. Og takk fyrir frábæra síðu!
Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina,
Við val á húðvörum barna er alltaf best að nota ofnæmisvottaðar og lyktarlausar vörur. Það ætti að vera í lagi að nota lítið magn býflugnavax, en hafa skal í huga að barn getur myndað ofnæmisviðbrögð svo ég ráðlegg þér að prófa að bera lítinn húðblett til að kanna hvort barnið þoli vöruna.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.