Clary sage olía á meðgöngu

07. apríl 2025

Ég hef séð á netinu talað um clary sage olíu á meðgöngu og í fæðingu. Hverjir eru helstu kostirnir og er yfir höfuð mælt með þessu?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Clary sage olía hefur verið notuð í fæðingum, aðeins er mælt með að nota clary sage olíu í lok meðgöngu, frá 37 vikum að minnsta kosti vegna áhrifa sem gætu valdið blæðingu. Ef notað rétt getur hún dregið úr kvíða í fæðingum, framkallað sælutilfinningu, dregið úr verkjum, hræðslu og spennu. Frábendingar eru í fyrirburafæðingum, fæðingar með mjög sterkum samdráttum og fleiri áhættufæðingum.

Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir ljósmóðir.