Co10 og hjartamagnyl

29. júlí 2024

Góðan dag

Er í lagi að taka 100mg af co10 (support pakki Venju) og hjartamagnýl á sama tima eftir staðfesta þungun? Ein smá hrædd að missa aftur

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Það er í lagi að taka saman hjartamagnýl og Coenzyme Q10. Hjartamagnýlið ætti alltaf að taka í samráði við ljósmóður/lækni á meðgöngunni. Gott er að upplýsa ljósmóður í meðgönguvernd einnig hvaða vítamín eru tekin á meðgöngu og endilega ræddu við hana nánar hafir þú einhverjar áhyggjur eða fyrirspurnir. Gangi þér vel í framhaldinu.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.