Koffínlaus Collab

17. nóvember 2025

Má drekka Collab sem er ekki með koffín? Er eitthvað í innihaldsefnum sem ekki er mælt með á meðgöngu?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Neysla koffínlausa Collab er ekki talin skaðleg á meðgöngu, svo lengi sem hans er neytt í hófi. Þó er ekki hvatt til drykkju hans á meðgöngu.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir