Collab með barn á brjósti

02. mars 2025

Má drekka Collab orkudrykk með barn á brjósti?

Takk fyrir fyrirspurnina,

Framleiðendur Collab orkudrykkja merkja dósirnar með hann sé ekki æskilegur fyrir börn, barnshafandi konur og konur með barn á brjósti vegna mikils koffínmagns.

Í erlendum ráðleggingum er ekki ráðlagt að fara yfir 200-300mg koffíns á dag samhliða brjóstagjöf. Þá er ólíklegt að barn fái of mikið koffín í gegnum brjóstamjólk, skv. rannsóknum fær barn um 1,5% af því sem móðirin fékk sér. Magnið er hæst í brjóstamjólk um 1 klst eftir inntöku. Of mikið koffín getur haft áhrif á barn, t.d. vöku, pirring og fleira. Einnig innihalda orkudrykkir oft mikið B-vítamín sem er þá ekki ráðlagt að neyta samhliða öðrum fjölvítamínum.

Ef collab er neytt samhliða brjóstagjöf ætti að passa að gera það í hófi.

Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir ljósmóðir