Dropi lýsi
27. febrúar 2024
Góðan dag, Er í lagi að taka Dropa lýsi á meðgöngu? Er að spá útaf magni af A-vítamín úr þorskalifur í þessu. https://dropi.com/is/vokvi/dropi-original-vokvi-170ml/
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Almennt er ráðlagt að forðast að taka inn mikið A-vítamín á meðgöngu því það getur haft óæskileg áhrif á fósturþroska. Dropi inniheldur meira en ráðlagðan dagskammt af A-vítamíni (125%) en fer ekki yfir hættumörk dagskammts (3000mcg). Sjá má hér.
Almennt er ekki talið að A-vítamín skortur verði með hefbundu íslensku mataræði og því ráðlegg ég þér að neyta frekar d-vítamín tafla með omega 3 í staðinn sem innihalda ekki A-vítamín.
Gangi ykkur vel og kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.