Egg á meðgöngu

11. apríl 2025

Hæhæ, hvernig er það með íslensk egg, eru þau flest gerilsneydd eða kemur það sérstaklega fram á pakkningunum? Er að pæla með spæld egg þar sem rauðan er enn fljótandi eða lin/meðal soðin egg. Er í lagi að fá sér svoleiðis á meðgöngu svo lengi sem þau eru gerilsneydd?

Sæl, það er ráðlagt að elda egg vel á meðgöngu þar sem venjuleg egg eru yfirleitt ekki gerilsneydd. Það er lítil hætta að í þeim sé salmonella sem getur verið skaðleg á meðgöngu. Egg sem eru seld í flöskum ætti að vera gerilsneydd.

Gangi þér vel og kær kveðja, Elfa Lind ljósmóðir.