Er ekki með skjaldkirtil
Sæl, ég er ekki með skjaldkirtil og hef ekki verið með í 7 ár. Ég komst að því að ég er ófrísk og komin rétt um 4 vikur á leið. Þær sögðu mér að koma í mæðravernd þegar ég væri gengin 8 vikur en ég var að pæla hvort að það hafi einhver áhrif að ég sé ekki með skjaldkirtil og þyrfti mögulega að fara fyrr í skoðun? Ég tek inn Euthyrox 100 daglega og steingleymdi að taka þetta fram í símtalinu.
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Ef þekkt skjaldkirtilsvandamál er til staðar fyrir meðgöngu er gott er að hafa samband við ljósmóðir á heilsugæslunni um leið og þungun uppgötvast. Í kjölfarið vísar ljósmóðir þér á heimilislækni sem ásamt ljósmóður fylgist með skjaldkirtilshormónum á meðgöngunni. Í einhverjum tilvikum þarf að gera breytingu á lyfjum í upphafi meðgöngu og/eða þegar líður á meðgönguna. Gangi þér sem allra best.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.