Erfiðleikar með að verða ólétt eftir fósturlát
Sæl, ég og kærastinn minn byrjuðum að reyna að eignast barn í ágúst 2023 og urðum ólétt í september en misstum svo fóstur á 11.viku í desember 2023. Nú 4 mánuðum seinna erum við ennþá ekki orðin ólétt aftur þrátt fyrir að hafa farið í skoðun og allt komið vel út. Mín spurning er hvort það sé alveg eðlilegt að vera ekki orðin ólétt aftur þar sem mér var sagt að maður væri mjög frjór strax eftir missi. Svo langði mig líka að spurja með hreiðurblæðingar, ég er búin að lenda í því hvern hring eftir missinn að á degi 10 eftir egglos byrjar að koma ljósbleikt blóð eins og hreiðurblæðing sem er í ca 2 daga svo kemur einn dagur inn á milli sem ekkert blóð kemur en svo byrja ég á túr. Ætli eitthvað sé að reyna að festa sig sem gengur ekki og ef svo er afhverju gæti það verið? Með þökk
Takk fyrir fyrirspurnina, leitt að heyra með fósturmissinn.
Það getur alveg tekið líkamann tíma að jafna sig. Stundum er hreiðursblæðing líkt og venjulegar túrblæðingar myndu byrja, svo ekki er hægt að segja með vissu hvort þetta er.
Ég ráðlegg ykkur hafa samband við kvensjúkdómalækni/frjósemisstöð ef þú hefur áhyggjur og þegar þið hafið verið að reyna í ár (frá ágúst '23).
Hér eru smá almennar upplýsingar á vefnum okkar um frjósemi. Gangi ykkur vel.
Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.