Frönsk súkkulaðikaka á meðgöngu
27. júlí 2024
Er öruggt að borða franska súkkulaðiköku á meðgöngu?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Frönsk súkkulaðikaka er bökuð við hátt hitastig sem gerir það að verkum að almennt eru eggin í henni elduð þrátt fyrir að hún sé oft blaut í miðjunni og því öruggt að neyta á meðgöngu. Sé kakan þannig bökuð að miðja kökunnar er í fljótandi formi (líkt og Litla syndin ljúfa) gætu eggin verið hrá og því væri öruggara að nota gerilsneydd egg við þann bakstur.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.