Glær vökvi úr brjóstum á meðgöngu
08. júlí 2024
Hæhæ, er komin sirka 18 vikur og hef tekið eftir glærum/gulum vökva leka úr geirvörtunum, er það eðlilegt?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Á fyrstu vikum meðgöngu eiga sér stað breytingar í brjóstum sem konur finna mismikið fyrir. Blóðflæði í brjóstunum eykst, þau stækka og þrútna og bláæðarnar verða oft sjáanlegar. Mjólkurkirtlarnir þroskast, broddurinn myndast og það getur lekið úr brjóstunum. Hvort og hvenær byrjar að leka er mismunandi milli einstaklinga og er bæði eðlilegt að leka á meðgöngu og ekki.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.