Svefnleysi á meðgöngu
24. desember 2024
Góðan dag og takk fyrir hjálplega síðu.
Ég er gengin rúmar 7 vikur og er að upplifa svefnleysi sem ég hef ekki upplifað áður. Ég finn enga skýringu á þessu, þar sem ég er ekki með ógleði né verki. Veist þú hvað gæti valdið þessu og ertu með ráð til að bæta svefninn á fyrstu vikum meðgöngu?
Með bestu kveðjum,
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Hér getur þú lesið þig til um svefntruflanir á meðgöngu, meðal annars einföld ráð sem gætu bætt svefn þinn. Ef ekkert virkar hvet ég þig að hafa samband við ljósmóður í meðgönguvernd fyrir frekari stuðning og ráðgjöf. Í einhverjum tilfellum gætu lyf í samráði við ljósmóður/lækni verið þörf. Gangi þér vel.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.