Góðgerlar fyrir ungabörn

27. júní 2025

Hæ hæ, ég er með einn 2 mánaða og sá ég að Optibac fyrir börn í dropaformi er hægt að gefa frá fæðingu. Er eitthvað mælt með eða á móti svona gerlum ef meltingin er í lagi? Eða er betra að bíða með svona þar til hann fer að fá fæðu?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Almennt er ekki talin þörf fyrir heilbrigt barn að taka inn góðgerla ef engir kvillar eru til staðar né aðrar ábendingar fyrir inntökunni. Eins og þú nefnir er í lagi að taka inn góðgerla frá fæðingu ef ábendingar eru til staðar. Ef þig grunar að góðgerlar gætu gagnast þínu barni hvet ég þig að heyra í ungbarnavernd heilsugæslunnar fyrir frekari ráðleggingar.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.