Verkur í kvið á meðgöngu

05. ágúst 2025

Hæhæ, er komin 16 vikur á leið, vinn í vinnu sem ég labba rosalega mikið og ef ég vinn rosalega mikið fæ ég verk í vinstri vömbina.
Hringdi í 1700 og þau sögðu ekki að hafa áhyggjur því þetta kemur ef maður reynir of mikið á sig, vildi spurja ykkur til að vera alveg viss.

Þessi verkur hefur komið tvisvar sinnum og gerist bara í vinnuni.

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Verkirnir sem þú lýsir eru líklega togverkir. Togverkir eru algengir á meðgöngu. Togverkir í nára stafa af því að legböndin eru að lengjast, en þau fjórfalda lengd sína á meðgöngunni.

Togverkir geta komið við lítið álag eins og það að stíga fram úr rúmi eða standa upp úr stól. Langar göngur og kyrrstöður geta einnig aukið á togverki.

Þrátt fyrir að togverkir geti verið mjög sárir eru þeir algerlega skaðlausir.

Ráðfærðu þig við ljósmóður eða lækni ef verkir eru miklir á meðgöngunni.

Sjá nánari upplýsingar um meðgöngukvilla hér.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einardsóttir, ljósmóðir.