Frosnir ávextir og ungabörn
03. júní 2025
Hæhæ, má ég gefa 4 mánaða syni mínum frosna ávexti í fæðuneti/gúmmí til að róa góminn í tanntöku?
Góðan dag og takk fyrir spurninguna,
Almennt er ekki ráðlagt að gefa frosna ávexti á þessum tíma í lífi barns. Gott er að huga að því þegar að barn byrjar að smakka nýja fæðu að maturinn sé ekki of kaldur né of heitur til að stuðla að jákvæðri upplifun við fæðuinntöku. Góð kynni við fæðuna styður við að vel gangi við fæðuinntöku í framhaldinu.
Þú gætir prófað að fyrsta þá mjólk sem barnið er vant að fá og setja í umrætt net og sjá hvort það hjálpi barninu að líða betur. Þá gætir þú ráðfært þig við ungbarnaverndina ef þú hefur áhuga á frekari upplýsingum.
Gangi ykkur vel.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.