Happy hydrate á meðgöngu

05. desember 2025

Er í lagi að drekka Happy hydrate eða Energy express frá Happy á meðgöngu?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Happy hydrate er í lagi að drekka á meðgöngu í hófi. Drykkir sem innihalda sykur/sölt geta verið ráðlagðir ákveðnum aðilum á meðgöngu. Fyrir aðra eru þeir óþarfi. Endilega spjallaðu við þína ljósmóður í meðgönguvernd til að fá frekari upplýsingar.

Energy express inniheldur töluvert koffín og því betra sleppa inntöku þess.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.