Heitir og kaldir pottar
Hæhæ, ég er að velta fyrir mér hvort það sé í lagi fyrir mig (10v+1) að fara í heitan pott og í ísbað. Er mikið í íþróttin og lyfti mikið svo fæ oft bak og mjaðmaverki eftir að ég varð ólétt og það hjálpar svo mikið að fara í heitt og kalt en vil bara vera viss að það sé í lagi fyrir bumbubúann.
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Almennt er ekki mælt með að fara í mjög heita potta á meðgöngu en getur verið gott að fara í 38°c heita potta. Mjög heitir pottar/gufa geta hækkað hitastig líkamans sem er ekki gott fyrir barnið. Almennt er ekki heldur hægt að mæla með köldum pottum á meðgöngu vegna áhrifa sem það gæti valdið t.d. blóðþrýstingsfall og ofkælingu. Þó getur það verið annað fyrir þá sem eru vanir en ekki vera í langan tíma.
Það er mikilvægt að hlusta á líka sinn hverju sinni og fara upp úr þegar líðan segir til um. Gangi þér vel.