Höfuðverkur snemma á meðgöngu

13. mars 2025

ég er komin 15 vikur og er flesta daga vikunnar með svakalegan höfuðverk hjá gagnauga. Ég er ekki vön að fá höfuðverk, ekki fyrr en núna. Þetta er þriðja meðgangan mín og í fyrsta skipti sem ég fæ svona svakalega höfuðverki. Ég drekk mikið vatn á daginn eða 2 L+, ég hef prufað að taka paratabs en finnst það ekki slá neitt á verkinn. Blóðþrýstingurinn er góður, efri mörk eru kannski fremur lág eða í kringum 105, ég fór í blóðprufu um daginn þar sem niðurstöður voru allar innan marka. Eru þið með einhver ráð fyrir mig svo ég geti minnkað verkina? ég fer í vinnuna og kem heim og ligg bara í bælinu það sem eftir er dags af verkjum

Takk fyrir fyrirspurnina,

Höfuðverkur snemma á meðgöngu gengur verið vegna hormónabreytinga eða vegna aukins blóðmagns í líkamanum. Líkt og þú ert nú þegar að gera er ráðlagt að drekka vel af vatni og reyna að hvílast. Forðast það sem gerir höfuðverkinn verri, ef það er mikil birta t.d. Ef höfuðverkurinn er mikill og hverfur ekki við paratabs og hvíld ráðlegg ég þér að leita til ljósmóður aftur í meðgönguvernd.

Gangi þér vel. Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.