Hreyfing og matvörur á meðgöngu

18. maí 2025

Góðan dag, ég er í leikfimi þar sem er mikið hoppað, hoppað sundur saman og dansað. (er á 6 viku) , er í lagi að halda því áfram?
Einnig má halda áfram að borða búðarkeypt súrkál og kefir?
Fyrirfram þakkir.

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Ef þú ert vön hoppum í leikfimi er í góðu lagi að halda því áfram svo lengi sem þér líður vel. Líklegt er að með tímanum verði erfiðara að hoppa og jafnvel óþæginlegt. Þá er ráðlagt að finna aðrar hreyfingar í staðin. Mikilvægt er að líða vel á meðan á hreyfingu stendur en einnig eftir æfingar. Álag á grindarbotninn eykst með aukinni stærð legs og einnig hafa hormón áhrif á grindarbotninn.
Súrkál og kefir sem keypt eru hérlendis er í góðu lagi að neyta á meðgöngu.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.