Humar á meðgöngu

01. desember 2025

Það hefur alltaf verið humar í forrétt á aðfangadag og mig langar að vita hvort það sé í lagi að borða humar á meðgöngu. Hann er alltaf eldaður í ofni en það hefur komið fyrir að hann sé á mörkunum að vera nógu eldaður. Er nóg að passa að hann sé alveg eldaður í gegn eða þarf ég að forðast hann alveg?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Það er í góðu lagi að borða eldaðan humar á meðgöngu. Hér má nálgast frekari upplýsingar um mataræði á meðgöngu.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.