Infared tímar á meðgöngu

03. júní 2025

Hæ hæ
Er vön að stunda heita infrared tíma í world class, þar sem hitinn fer upp í allt að 40 gráður. Ég fór í tvo tíma eftir að ég komst að því að ég væri ólétt, og mér leið mjög vel, en ákvað samt að sleppa þessum tímum allavega á fyrsta þriðjungi.

Núna er ég gengin 9 vikur og var að hugsa hvort það hefði verið rétt ákvörðun að sleppa tímunum? Og hvort ég megi byrja að fara aftur í þá fljótlega? Og ef já þá hvenær?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Varðandi heita íþróttasali á meðgöngunni er ráðlagt að fara varlega í það, þá sérstaklega á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Mikilvægast er að hlusta á líkamann og stunda ekki heita tíma nema líðan sé góð bæði í tímanum og eftir tímann. Þá skal huga að því að drekka vel í tímanum og eftir tímann.

Því miður hafa ekki verið gerðar nægar rannsóknir á infrarauðum hita og áhrifum hans á meðgöngu. Þeir eru þó ekki taldir hafa skaðleg áhrif á meðgöngu en of hár púls (hjartsláttur) og þurrkur er ekki góður fyrir líkamann eða barnið á meðgöngunni.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.