Jákvætt óléttupróf - hvað næst?
18. nóvember 2025
Ég tók óléttupróf og það kom bullandi jákvætt og ég veit ekki hvað á að gera næst, á ég að hringja uppá heilsugæslu og biðja um tíma eða þarf ég að bíða eitthvað en svo hvernig tíma á ég að biðja um.
Góðan dag og til hamingju með þungunina,
Þér stendur til boða að fá tíma í meðgönguvernd hjá ljósmóður á heilsugæslu í kringum 10 vikur. Þar færð þú góðar upplýsingar um meðgönguna og það eftirlit sem stendur til boða. Gott er að hringja á heilsugæsluna og óska eftir símtali frá ljósmóður til að fá upplýsingar um næstu skref.
Bkv. Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
