Járnskortur

12. febrúar 2024

Sæl, ég er komin 26+4 og er að bíða eftir niðurstöðum úr blóðprufu um hvort ég þurfi járngjöf eða ekki, það var tekið blóð úr putta í meðgönguvernd og þá var ég 90 í hb. Ég hef verið að upplifa hjartsláttartruflanir, hjartað sleppur slagi og kemur svo þungt stuttu seinna. Tengist það járn/blóðskortinum?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Einkenni járnskorts eru t.d. þreyta, orkuleysi, höfuðverkur, hraður hjartsláttur, föl húð, mæði og fleira. Einkennin sem þú ert að upplifa gætu tengst járnskortinum en ég ráðlegg þér ræða við ljósmóður þína í meðgönguvernd um hjartsláttartruflanir sem þú ert að finna fyrir.

Gangi þér vel. Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.