Kaldar sósur á meðgöngu

24. júlí 2025

Hææ er í góðu lagi að borða kokteilsósu,hamborgarasósu, pítusósu á meðgöngu ? Og er sýrður rjómi allt í lagi ?
Takk fyrir

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Allar þær matvörur sem þú nefnir er í góðu lagi að neyta á meðgöngu. Kaldar sósur sem keyptar eru í búðum hérlendis eru gerilsneyddar og því óhætt að borða þrátt að þær gætu innihaldið hrá egg.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.