LED andlitsgríma á meðgöngu

06. janúar 0005

Hæhæ, ég keypti mér LED ljósa andlitsgrímu stuttu áður en ég komst að því að ég væri ólétt og er eitthvað stressuð yfir því hvort ég megi nota hana.
Stutta svarið frá framleiðendum er að ráðfæra sig við ljósmóður þar sem gríman hefur ekki verið rannsökuð meðal óléttra kvenna, hef svo séð fólk tala um að að sé ekkert mál þar sem ljósin séu einungis á andliti en einnig fólk sem þorir ekki að nota þær.
Væri mjög huggulegt að nota hana á næstu mánuðum ef það er öruggt en vil ekki gera neitt sem gæti skaðað barnið að sjálfsögðu.

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Því miður vantar upp á langtímarannsóknir um notkun LED andlitsgríma á meðgöngu og því ekki hægt að fullyrða um öryggi þeirra. Af þeim takmörkuðu rannsóknum sem hafa verið gerðar um meðferðina virðast þær þó ekki vera skaðlegar.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir