Legsig
11. október 2025
Ég fékk Legsig eftir síðustu fæðingu fyrir þrem àrum þar sem legið náði út fyrir leggöng.
Nú er ég ófrísk aftur. Getur það haft áhrif Á núverandi meðgöngu?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Fæðing um leggöng getur orsakað legsig og því er önnur meðganga og fæðing áhættuþáttur fyrir auknum einkennum legsigs. Þrátt fyrir að legsig valdi óþæginlegum einkennum er það ekki hættulegt. Hægt er að minnka einkenni legsigs með því að þjálfa grindarbotnsvöðvana. Því gæti verið hjálplegt að hitta sjúkraþjálfara sem sérhæfir sig í grindarbotinum. Ég ráðlegg þér einnig ræða þetta við þína ljósmóður í meðgönguvernd. Gangi þér vel.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.