Magnesia Dak

14. janúar 2025

Má taka magnesia dak á meðgongu?(fekk það i staðin fyrir magnesia medic þvi það var uppselt)

Já Magnesia dak er í góðu lagi á meðgöngu, magnesia medic hefur verið ófáanlegt um tíma. Það er yfirleitt notað við hægðatregðu á meðgöngu ef almenn ráð virka ekki. Gangi þér vel.

Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.