Mist drykkur

07. janúar 2025

Er drykkurinn Mist uppbygging í lagi á meðgöngu? Það eru 40mg koffein í einni dós.

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Almennt er ráðlagt frá orkudrykkjum með koffíni á meðgöngu, þar sem þeir geta innihaldið mikið magn koffíns. Mist inniheldur minna magn koffíns en aðrir orkudrykkir á markaðnum. Einnig geta orkudrykkir innihaldið mikið magn vítamína og annarra örvandi efna. Framleiðendur drykkjarins hafa ekki aðvörun á drykknum fyrir konur á meðgöngu. Efnin eru ekki talin skaðleg konum á meðgöngu ef þeirra er neytt í hófi. Almennt ekki hægt að mæla með orkudrykkjum þar sem ekki er hægt að segja til um öryggi innihalds. Gangi þér vel.

Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.