Nefþurrkur á meðgöngu

26. október 2025

Hæhæ, ég er að glíma við svakalegan nefþurrk. Fæ miklar stíflur og fæ nánast engann svefn. Málið er að èg get ekki snýtt mér afþví það er ekkert hor, heldur er ég bara með bólgið inní nefinu sem þrengir að og ég get ekki andað með nefinu. Er bannað að nota nefsprey? Þa nezeril eða otrivin. Hef profað saltvatn og það virkar ekki.
Takk fyrir

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Ekki er mælt með notkun Otrivin á meðgöngu. Varðandi Nezeril má aðeins nota það á meðgöngu samkvæmt ráðleggingum læknis ef önnur úrræði eru fullreynd. Hvet ég þig því að ræða við heimilislækni á heilsugæslu ef svo er.

Önnur úrræði geta verið:

  • Hækka undir höfuðlagi á nætur
  • Nota saltvatn eða sprey til að skoðla nefgöng
  • Drekka vel af vatni yfir daginn (6-8 glös að minnsta kosti)
  • Lofta um svefnherbergi (opna glugga)
  • Anda að sér heitri vatnsgufu
  • Hækka undir höfðalagi á nóttu
  • Leggja heitt, rakt þvottastykki yfir andlit

Gangi þér vel.

Bkv. Ilmur Björg, ljósmóðir