Nutrilenk á meðgöngu?

17. júlí 2024

Er óhætt að taka Nutrilenk töflur og bera á sig Nutrilenk kæligel á meðgöngu? Er með gamla tognun í hné sem hefur strítt mér á meðgöngunni og vantar eitthvað til að hjálpa mér til viðbótar við hið klassíska; upphækkun, hvíld og kælingu.

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Bæði Nutrilenk töflurnar og kremið ætti að vera öruggt á meðgöngu samkvæmt því sem vitað er um innihaldsefnin í dag. Takmarkað er þó til af rannsóknum sem taka sérstaklega fyrir áhrif hýalúronsýru á fóstur, sem er helsta innihaldalsefni þessarar vöru.

Þá vil ég benda þér einnig á meðferð sjúkraþjálfara sem gætu aðstoðað þig og bætt líðan þína á meðgöngu. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.