Óeðlileg lykt eftir fæðingu
Er eðlilegt að píkan lykti eins og vel kæst skata 5 vikum eftir leggangafæðingu með 2. gráðu rifum?
Einnig er eðlilegt að vera verkjuð í leggöngum eftir göngutúra?
Takk fyrir fyrirspurnina,
Eftir fæðingu er gott að fylgjast með sýkingarmerkjum sem gæti verið t.d. vond lykt, óeðlilegir verkir, hiti og roði.
Úthreinsun eftir fæðingu tekur allt að 6 vikum og getur lyktin af því verið undarleg fyrir suma en gott er að hringja á heilsugæslu ef lyktin er óeðlilega vond.
Einnig getur verið eðlilegt að finna fyrir verkjum/þyngslum í leggöngum/grindarbotni eftir göngutúra. Mikilvægt er að hlusta á líkamann, fara styttri göngutúra í einu og gera grindarbotnsæfingar til að styrkja grindarbotninn eftir fæðingar. Farðu vel með þig og hafðu samband á heilsugæsluna þín ef þú hefur áhyggjur. Gangi þér vel.