Of mikið d vítamín fyrir eins árs

29. janúar 2024

Sæl/ar, ég var að gefa dóttur minni (eins árs) D-vítamín dropa þegar hún greip flöskuna og það virðist eins og hún hafi náð að taka gúlsopa (í staðinn fyrir ráðlagða tvo dropa). Þarf ég að hafa áhyggjur af þessu eða er í lagi að bíða bara með að gefa henni dropa í nokkra daga?

Sæl og takk fyrir fyirspurnina,

Erfitt að meta hve rúmlegan skammt dóttir þín hefur náð að gleypa. Ef D-vítamínið var í flösku sem aðeins dreypir úr er ólíklegt að hún hafi náð að taka hættulega stóran skammt.

Þó væri gott í þínu tilviki að vera vakandi fyrir einkennum hjá barninu líkt og þreytu, vöðvaslappleika, ógleði, uppköstum, hægðartregðu og lystarleysis sem gætu verið einkenni of mikillar inntöku D- vítamíns og væri gott að skoða betur. Hafir þú áhyggjur eða verður vör við einkenni hjá barninu ráðlegg ég þér að fara með dóttur þína til læknis til að fá frekari ráðleggingar.

Þú gætir sleppt D vítamín gjöfum í nokkra daga til öryggis en eftir það ætti að vera óhætt að halda áfram að gefa ráðlagðan dagsskammt af D vítamíni.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.