Ógerilsneyddir ostar á meðgöngu
28. febrúar 2025
Eru allir ostar á Íslandi gerilsneyddir? Líka innfluttu?
Ráðlagt er að borða ekki ógerilsneydda osta/mjólkurvörur á meðgöngu vegna hættu á bakteríum sem geta leynst þar.
Ostar sem eru framleiddir á Íslandi eru allir gerilsneyddir vegna reglugerðar hér á landi en það má flytja inn ógerilsneydda osta. Því er best að skoða innihald erlendra osta áður en þeim er neytt. Gerilsneyðing er t.d. pasteurization á ensku.
Gangi þér vel og kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.