Prótein duft á meðgöngu
27. maí 2025
Góðan dag!
Ætlaði að spyrja hvort það mætti að neyta protein dufts á meðgöngu?
Ég er þá að tala um vönduð whey eða baunaprótin sem er tiltölulega hrein og með fá innihaldsefni.
Ef svo er væri þá protein duft með Steviu í lagi?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Ákjósanlegast er að fá prótein úr fæðu. Ef það gengur illa að uppfylla próteinþörf úr fæðu ráðlegg ég þér að ræða það við ljósmóður í mæðravernd uppá frekari ráðleggingar.
Varðandi prótein duft á meðgöngu er það í lagi en þó ráðlagt að vanda valið og forðast óþarfa aukaefni eins og hægt er.
Bestu kveðjur Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.