Quetiapine á meðgöngu
29. ágúst 2025
Er óhætt að taka inn Quetiapine á meðgöngu?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Lyfið Quetiapine tilheyrir flokki lyfja sem nefnast geðrofslyf. Ávalt er mælt með að hafa samráð við lækni (heimilislækni eða geðlækni) um áframhaldandi meðferð eða breytingu á geðlyfjum vegna þungunar. Ég ráðlegg þér að hafa samband við ljósmóður í meðgönguvernd, þinn heimilislækni eða geðlækni til að fá svör við þínum spurningum hvort sem þú ert orðin þunguð eða sjáir fyrir þér að þungun í náinni framtíð. Þar ættir þú að fá góðar ráðleggingar og stuðning. Gangi þér sem allra best.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.