Rækjur á meðgöngu
12. maí 2025
Má borða rækjusalat á meðgöngu eða brauðtertur með rækjum ? Ég get ekki séð hvort að rækjurnar séu eldaðar eða hráar.
Takk fyrir fyrirspurnina. Bleikar rækjur eru eldaðar rækjur, svo allar rækjur í rækjusalati eða brauðtertum eru fyrirfram eldaðar og ætti að vera í lagi að borða. Hægt er að kaupa hráar rækjur út í búð en þá eru þær gráleitar og verða bleikar við eldun. Gangi þér vel.