Reykt önd og reyktur lax

28. maí 2025

Má borða reyktan mat á meðgöngu eins og reykta önd eða reyktan lax?

Takk fyrir fyrirspurnina,

Á meðgöngu er ráðlagt að borða fulleldað kjöt og fisk til að eiga sem minnstar líkur á skaðlegar bakteríur og sníkjudýr leynist í matnum. Reyktur lax og reykt önd teljast ekki sem eldað kjöt. Mælst er til að elda kjöt og fisk með því að ná 72gr í miðju. Gangi þér vel.

Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir ljósmóðir