Að safna brjóstamjólk á meðgöngu

05. janúar 2025

Sælar,
Ég er að fara eignast mitt annað barn erlendis og var að skoða aðstöðuna á spítalanum. Ljósmæðurnar sögðu frá því að þær væru með kæli fyrir brodd ef ég myndi vilja koma með eða þá pumpa þegar barnið er fætt. Nefndu að þetta væri oft gert til öryggis ef að barn fæðist t.d. fyrir tímann eða ef fæðingin er erfið og barnið á erfitt með að fara á brjóst osfrv. Nefndu þetta bara sem möguleika, að gefa brodd í teskeið eftir gjöf. Ég man ekki að þetta hafi verið nefnt þegar ég átti á Íslandi - hefur verið einhver áhersla eða spes ráðgjöf sem þið gefið í kringum þetta heima? Er að hugsa hvort þetta sé sniðugt eða ekki. Átti góða brjóstagjöf á fyrri meðgöngu.

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Fyrir hraustar konur í eðlilegri meðgöngu ætti ekki að vera þörf fyrir að safna brjóstamjólk á meðgöngu en auðvitað er það val hverrar konu.
Í einhverjum tilvikum gæti borið árangur að safna broddi á meðgöngu ef:

- Sykursýki, Meðgöngusykursýki er til staðar (þá sérstaklega ef illa gengur að stjórna blóðsykri)

- Fjölburameðganga

- Saga um að mjólk komi seint eða lítil framleiðsla.

- O.fl.

Það að safna broddi á meðgöngu er ekki talið líklegt að hafa neikvæð áhrif á brjóstagjöf og en þó eru nokkrar frábendingar til staðar, en þær eru meðal annars:

- Fyrirsæt fylgja

- Hótandi fyrirburafræðing

- Blæðing á meðgöngu

Ekki er ráðlagt að safna broddi fyrir 36.viku meðgöngu.

Gangi þér vel.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.