Sjálfstætt starfandi ljósmæður

08. október 2025

Eru sjálfstætt starfandi ljósmæður á höfuðborgarsvæðinu ?
Hef mætt miklum fordómum á kvennadeild landsspítala og hefur það mikil áhrif á vilja minn til að mæta þangað til ljósmæðra.
Ég er með týpu 1 af sykursýki og er í strangri eftirfylgni hjá innkirtladeild.

Sæl og takk fyrir að senda á okkur,

Það eru sjálfstætt starfandi ljósmæður sem sinna heimafæðingum og heimaþjónustu eftir fæðingu á Höfuðborgarsvæðinu. Meðgönguvernd fer almennt fram á heilsugæslum, en sé meðgangan talin áhættumeðganga er ráðlagt að meðgönguvernd og efitrlit fari fram í áhættumæðravernd Landspítala.

Það er mjög leitt að heyra að þú upplifir fordóma og ráðlegg ég þér að tjá upplifun þína til að hægt sé að bæta samskipti og mæta betur þínum þörfum. Þú getur óskað eftir að skipta um ljósmóður. Eins getur þú alltaf talað við ljósmóður á þinni heilsugæslustöð til að fá upplýsingar og stuðning í framhaldinu.

Gangi þér sem allra best.

Kær kveðja, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.