Skólakæfa og Kavíar á meðgöngu

16. september 2025

Hæhæ :) ég er gengin 11 vikur og ég dreymi um skólakæfu og Arctic Caviar - Mills Kavíar 🫣
Má það eða ekki ?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Kavíar er í lagi á meðgöngu svo lengi sem hann er geymdur í kæli og borðaður áður en rennur út. Kavíar seldur í búðum á Íslandi ætti að vera gerilsneyddur.

Skólakæfa er unnin úr lifur sem gerir hana ekki ákjósanlega til neyslu á meðgöngu vegna mikils magns A vítamíns.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.