Snemmsónar

27. mars 2025

Hæhæ, ég er ný búin að fá jákvætt próf og út frá reikningum ætti ég að vera komin 6 vikur - en er auðvitað ekki viss.
Hvað byrja ég á að gera þetta er mitt fyrsta jákvæða próf - við erum rosa til í að fara í snemmsónar, hvar er best að fara í það?

Góðan dag og til hamingju með þungunina,

Snemmsónar er framkvæmdur á ýmsum stöðum hérlendis. Tilgangur þeirra er að staðfesta þungun í legi og meta meðgöngulengd. Kvensjúkdómalæknar og ljósmæður sem hafa lært sónarskoðanir taka að sér að framkvæma þessar skoðanir. Hvet þig til að kynna þér hvað er í boði.

Gangi þér vel.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.