Söl

27. febrúar 2024

Er mælt gegn því að borða söl/ sölva á meðgöngu?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Söl er í lagi að neyta í hófi á meðgöngu samhliða hollri og fjölbreyttri fæðu. Söl er meðal annars ríkt af joði sem mikilvægt er að neyta á meðgöngu þar sem það styður við eðlilegan þroska fósturs. Huga þarf þó að halda neyslu þess innan viðmiðunarmarka. Forðast skal meiri inntöku en 600 míkrógrömm af joði á dag.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.