Sólarofnæmi
29. apríl 2024
Góðan dag, Ég fæ mikið sólarofnæmi í sólinni og hef yfirleitt tekið astaxanthin frá ca. miðjum apríl og yfir sumartímann til að sleppa við kláðann og útbrotin. Ef þetta fæðubótarefni í lagi á meðgöngu? Bestu þakkir.
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Best er að þurfa ekki að taka inn náttúrulyf og fæðubótarefni á meðgöngu en ef einstaklingur telur þörf á er ráðlagt að gera það í samráði við ljósmóður og/eða lækni. Ekki eru til nægar rannsóknir um astaxanthin til að segja með vissu um áhrif inntöku þess á meðgöngu. Ég hvet þig til að ræða við ljósmóður í mæðravernd eða heimilislækni um inntöku astaxanthin áður en þú tekur það inn.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.