Sósur og meðlæti á meðgöngu

14. maí 2024

Sæl Mig langar að forvitnast með tilbúnar kaldar sósur, eins og kokteilsósu,grænmetissósu, hvítlaukssósu,létt majónes og svoleiðis. Semsagt kaldar íslenskar sósur. Er í öllum tilfellum notaðar gerilsneydd egg í sósurnar eða þar maður að taka þær sósur út á meðgöngu? Er óhætt að borða sósurnar ? Eins með hrásalat og kartöflusalat? Hef tekið eftir að á sumum er tekið fram gerilsneydd egg en ekki öllum vil ekki taka neina sénsa!

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Matvælin sem þú nefnir ætti að vera óhætt að neyta á meðgöngu. Almennt er notast við gerilsneyddar afurðir við gerð þessara matvæla hérlendis.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.