Steinefni og sölt
13. maí 2025
Er í lagi að taka Unbroken freyðitöflur á meðgöngu? Ef ekki, hvað get ég gert ef mig vantar steinefni og sölt?
Takk fyrir fyrirspurnina. Unbroken freyðitöflurnar virðast innihalda kreatín og önnur efni sem eru ekki endilega ráðlögð á meðgöngu.
Ef neytt er fjölbreytt fæða og passað upp á drekka vel af vatni ætti flestum ekki að vanta steinefni og sölt. Þó getur verið ráðlagt að taka inn steinefni og sölt á meðgöngu ef fundið er fyrir svima, uppköstum eða öðrum einkennum. Resorb er dæmi um freyðitöflur sem inniheldur sykur og sölt.
Ég ráðlegg þér að ræða við ljósmóður þína í meðgönguvernd ef þú hefur einhverjar áhyggjur.
Gangi þér vel og kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir ljósmóðir.