Sveppasýking

28. febrúar 2024

Ég er komin rúmar 28 vikur og hef verið að finna fyrir kláða og sviða í leggöngunum má ég nota Pevaryl stíla við þessu ?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Sveppasýkingar, meðal annars á kynfærum, eru því miður algengar á meðgöngu. Pevaryl stíla og krem má nota á meðgöngunni, en einnig er oft er mælt með að prófa Canesten fyrst þar sem það hefur reynst betur við meðhöndlun sveppasýkingar á meðgöngu. Virki hvorki Canesten né Pevaryl á einkennin ráðlegg ég þér að heyra í ljósmóður/lækni innan heilsugæslunnar fyrir frekari úrræði. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.