Taðreyktur silungur á meðgöngu
25. nóvember 2025
Má borða taðreyktan silung?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Almennt er talað um heitreyktan og kaldreyktan mat. Heitreyktur matur eldast um leið og hann fær í sig reyk en kaldreyktur helst hrár. Neysla á kaldreyktu kjöti er ekki ráðlögð á meðgöngu nema ef eldun á sér stað eftir reykingu. Almennt er er taðreyking kaldreyking og því ekki ráðlagt á meðgöngu.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
