Tannhvítun með barn á brjósti

27. júní 2025

Er einhver tannhvíttun sem er öruggt að nota með barn á brjósti? T.d. svona strimlar eða annað?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Almennt er ekki ráðlagt að nota tannhvíttunarefni líkt og þessi ef þú ert með barn á brjósti. Ekki eru til nægar rannsóknir um það hvort og hve mikið af efnunum berist út í brjóstamjólkina. Til eru öruggari aðferðir til tannhvíttunar, en þá best væri að ráðfæra sig við tannlækni fyrir frekari upplýsingar.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.