Tufflusósa á meðgöngu
04. nóvember 2025
Hæ ég var að velta því fyrir mér hvort maður megi fá sér trufflusósu á meðgöngu?
Góðan dag,
Trufflusósa er í góðu lagi á meðgöngu. Auðvitað ef egg eru í sósunni skal huga að því að eggin séu gerilsneydd ef sósan er köld. Almennt eru kaldar sósur gerilsneyddar sem seldar eru í búðum hérlendis.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
