Valaciclovir Actavis á meðgöngu

02. júlí 2025

Góðan daginn,

Ég hef af og til tekið inn ráðlagðan skammt af Valaciclovir Actavis, sem er 4 töflur og 4 töflur aftur 12 tímum seinna. Þetta er frunsulyf, ég er núna gengin 11 vikur og leið eins og ég væri að fá og er þá vön að kaupa þetta lyf til að koma í veg fyrir. En fór að hugsa hvort það má taka Valaciclovir Actavis á meðgöngu?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Ég ráðlegg þér að hafa samband við heimilislækni/ljósmóður á heilsugæslunni til að fá ráðleggingar um lyfjagjafir á meðgöngu.

Hér má sjá fróðleiksmola um HSV veiru á meðgöngu.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.